Haukur Andri Haraldsson, hinn 19 ára gamli knattspyrnumaður sem er í röðum Lille í Frakklandi, er kominn aftur til uppeldisfélagsins ÍA í láni frá franska félaginu. Hann hefur jafnframt framlengt samning sinn við Lille til ársins 2027

Haukur Andri Haraldsson, hinn 19 ára gamli knattspyrnumaður sem er í röðum Lille í Frakklandi, er kominn aftur til uppeldisfélagsins ÍA í láni frá franska félaginu. Hann hefur jafnframt framlengt samning sinn við Lille til ársins 2027. Haukur hefur leikið með unglingaliði félagsins en hann hefur leikið 25 leiki með meistaraflokki ÍA í tveimur efstu deildunum.

Orri Steinn Óskarsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, hefur skorað í tveimur fyrstu umferðunum í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann skoraði annað mark í heimasigri á FC Köbenhavn, 3:2, gegn AGF í gær en lið hans hefur unnið tvo fyrstu leikina. Orri lék í 84 mínútur. Rúnar Alex Rúnarsson var varamarkvörður FCK en Mikael Anderson lék allan leikinn með AGF og lagði upp fyrra mark liðsins.

Theódór

...