Svíþjóð er ekki land sem kemur upp í hugann þegar fjallað er um vínrækt. En Svíar eru í vaxandi mæli að reyna fyrir sér í þeirri atvinnugrein. Þeirra á meðal er Lena Magnergard sem hefur undanfarin ár ræktað vínvið og framleitt vín á svæði vestan við Stokkhólm
Vínrækt Loftmynd af Fladie-vínekrunni nálægt Lundi á Skáni í suðurhluta Svíþjóðar en vínrækt fer þar vaxandi.
Vínrækt Loftmynd af Fladie-vínekrunni nálægt Lundi á Skáni í suðurhluta Svíþjóðar en vínrækt fer þar vaxandi. — AFP/Jonathan Nackstrand

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Svíþjóð er ekki land sem kemur upp í hugann þegar fjallað er um vínrækt. En Svíar eru í vaxandi mæli að reyna fyrir sér í þeirri atvinnugrein.

Þeirra á meðal er Lena Magnergard sem hefur undanfarin ár ræktað vínvið og framleitt vín á svæði vestan við Stokkhólm. Hún hóf vínrækt árið 2019 ásamt Erik Bjorkman eiginmanni sínum á landareign í eigu fjölskyldunnar. Fyrsta uppskeran var árið 2021 en Magnergard viðurkennir í samtali við AFP-fréttastofuna, að þau eigi ýmislegt eftir ólært enda fyrsta kynslóð vínbænda á þessu svæði.

„Ég get ekki leitað í reynslubanka afa eða ömmu um ráð og því höfum við þurft að þreifa okkur áfram,“ segir hún. „Auðvitað er hægt að lesa bækur en ekkert jafnast á við þekkingu

...