Mærudagar Góð stemning var á Mærudögum á Húsavík um helgina. Aðaldagur hátíðarinnar var á laugardaginn og lék veðrið við gesti á bryggjunni.
Mærudagar Góð stemning var á Mærudögum á Húsavík um helgina. Aðaldagur hátíðarinnar var á laugardaginn og lék veðrið við gesti á bryggjunni. — Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Húsvíkingar héldu bæjar- og fjölskylduhátíðina Mærudaga um helgina. Aðalhátíðin var á laugardaginn og voru matarvagnar og tívolí á bryggjunni.

„Bryggjan var troðfull af fólki að eiga skemmtilega stund saman. Hún bara nötraði af góðum takti og stemningu á laugardaginn þar sem fólk söng, dansaði og hafði gaman saman,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Á laugardagskvöldið fóru fram Mærutónleikarnir. Birgitta Haukdal, Birnir, Einar Óli og hljómsveitin Færibandið voru meðal þeirra sem komu fram.

Á lokadegi hátíðarinnar í gær var Mærudagshlaupið haldið, en það fer þannig fram að börn hlaupa á milli húsagarða sem merktir eru með hvítri veifu til að fá mæru í poka, en mæra er gamalt íslenskt orð fyrir sælgæti. herdís@mbl.is