Boðið á sveitina Árið 1907 voru sett svo kölluð fátæktarlög, en samkvæmt lögunum mátti leysa upp fjölskyldur vegna fátæktar, þ.e. taka börnin frá foreldrum, en samþykki foreldra þurfti þó til. Það var samt ekki nein trygging fyrir því að fjölskyldum …
Barátta Sigurrós Þorgrímsdóttir rekur sögu ömmu sinnar, Katrínar Pálsdóttur, í bókinni Katrín – málsvari mæðra.
Barátta Sigurrós Þorgrímsdóttir rekur sögu ömmu sinnar, Katrínar Pálsdóttur, í bókinni Katrín – málsvari mæðra. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Boðið á sveitina

Árið 1907 voru sett svo kölluð fátæktarlög, en samkvæmt lögunum mátti leysa upp fjölskyldur vegna fátæktar, þ.e. taka börnin frá foreldrum, en samþykki foreldra þurfti þó til. Það var samt ekki nein trygging fyrir því að fjölskyldum væri ekki sundrað þó að lögum samkvæmt ættu mæður rétt á því að hafa börn sín hjá sér. Óskuðu yfirvöld eftir annars konar fyrirkomulagi fengu þau yfirleitt vilja sínum framgengt og þurfti hörku til standast slíka raun. Staða kvenna var enn verri en karla með tilliti til þessara laga, en giftar konur fengu sveitfesti þar sem eiginmaðurinn var eða hafði verið heimilisfastur. Ef eiginmaður féll frá og konan gat ekki séð fyrir börnum sínum átti hún ekki annars úrkosti en að segja sig til sveitar og var send „eins og skepnur á framfærslusveit sína“. Það þótti auk þess skömm að segja sig til sveitar og fólk missti við það mikilvæg mannréttindi, þar

...