Karl Guðmundur Jeppesen fæddist í Reykjavík 29. júlí 1944 og ólst upp fyrstu fjögur árin á Reynimel í vesturbænum. Þá flutti fjölskyldan inn í Laugarnes og Karl gekk þar í Laugarnesskóla. „Þetta var mikill ævintýraheimur og stutt í stórar…
2024 Hjónin Sigríður og Karl tóku þessa sjálfu þegar þau voru í ferðalagi í Árósum í Danmörku í júní í sumar, en hjónin hafa gaman af því að ferðast.
2024 Hjónin Sigríður og Karl tóku þessa sjálfu þegar þau voru í ferðalagi í Árósum í Danmörku í júní í sumar, en hjónin hafa gaman af því að ferðast.

Karl Guðmundur Jeppesen fæddist í Reykjavík 29. júlí 1944 og ólst upp fyrstu fjögur árin á Reynimel í vesturbænum. Þá flutti fjölskyldan inn í Laugarnes og Karl gekk þar í Laugarnesskóla. „Þetta var mikill ævintýraheimur og stutt í stórar fiskverksmiðjur við Kirkjusand og niður við Laugarnestanga. Þegar ég var sjö ára fékk ég vinnu við að þurrka saltfisk. Á morgnana fórum við snemma út og breiddum út fiskinn og tókum hann svo saman síðdegis. Þetta gerði maður nokkur sumur á Kirkjusandi þar sem núna er verið að byggja öll fínu húsin."

Karl var ekki gamall þegar hann fór að taka ljósmyndir og það var aðeins tveggja mínútna gangur niður í fjöru. „Þar tók ég myndir af bátum sem höfðu fokið úr Reykjavíkurhöfn og út í fjöruna á Kirkjusandi. Þær myndir á ég ennþá og má segja að þær séu fyrstu almennilegu myndirnar sem ég tók.“

Karl

...