Útför Útför tíu af þeim tólf sem létust í árásinni fór fram í gær.
Útför Útför tíu af þeim tólf sem létust í árásinni fór fram í gær. — AFP/Jalaa Marey

Vopnaðar sveitir Hesbolla-samtakanna í Líbanon hafa yfirgefið svæði í suður- og austurhluta landsins í kjölfar þess að Ísraelsstjórn hótaði hörðum aðgerðum vegna flugskeytaáraásar á Gólanhæðir á yfirráðasvæði Ísraels á laugardag.

Vestræn ríki hafa fordæmt árásina og einnig Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem í gær hvatti alla aðila til að sýna stillingu um leið og hann vottaði fjölskyldum þeirra sem létu lífið í árásinni samúð.

Ísraelsmenn segja að Hesbolla beri ábyrð á árásinni. Segir Ísraelsher að flugskeyti, framleiddu í Íran, sem bar 50 kg sprengjuodd, hafi verið skotið á fólboltavöll þar sem börn voru að leika knattspyrnu. Tólf létu lífið, flest börn á aldrinum 11 til 16 ára. Eins er enn saknað.

Undir þetta tók Bandaríkjastjórn í gær. Adrienne Watson, talsmaður

...