Það er ekki til vinsælda fallið að vera í ríkisstjórn á landi hér. Allir sem það reyna tapa fylgi á kjörtímabilinu en nú er mest talað um núverandi stjórn. Eru menn búnir að gleyma hvernig rauð-rauða stjórnin endaði sína vegferð og kratar fóru niður …
— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Það er ekki til vinsælda fallið að vera í ríkisstjórn á landi hér. Allir sem það reyna tapa fylgi á kjörtímabilinu en nú er mest talað um núverandi stjórn.

Eru menn búnir að gleyma hvernig rauð-rauða stjórnin endaði sína vegferð og kratar fóru niður í þrjá þingmenn í kosningum?

Stjórnarflokkar tapa samkvæmt venju því þeirra er ábyrgðin. Flokkabrot og klofningssamtök geta blómstrað meðan ekkert reynir á nema kjafta út í loftið.

Við erum ekki ein um þetta lögmál, lýðræðið er svona og t.d. þriggja flokka stjórnin í Þýskalandi á ekki mikið inni og kratarnir þar hanga í 14 prósentum en kristilegir eru með 30.

Hér hefur linnulaust verið barið á stjórninni og sérlega stærsta flokknum. Þetta sést glöggt á könnunum en skoðanakannanir eru

...