Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó Deadpool & Wolverine ★★★½· Leikstjórn: Shawn Levy. Handrit: Ryan Reynolds, Rhett Reese, Shawn Levy, Wendy Molyneux og Lizzie Molyneux-Logelin. Aðalleikarar: Ryan Reynolds, Hugh Jackman, Emma Corrin og Matthew Macfadyen. Bandaríkin, 2024. 128 mín.
Tvíeyki Deadpool og Jarfi, leiknir af Ryan Reynolds og Hugh Jackman, í kvikmyndinni Deadpool & Wolverine sem frumsýnd var hérlendis í síðustu viku.
Tvíeyki Deadpool og Jarfi, leiknir af Ryan Reynolds og Hugh Jackman, í kvikmyndinni Deadpool & Wolverine sem frumsýnd var hérlendis í síðustu viku.

kvikmyndir

Helgi Snær

Sigurðsson

Deadpool, sem á íslensku mætti heita Dauðlaugur, snýr aftur, enn og aftur, í nýjustu kvikmynd Marvel, Deadpool & Wolverine. Wolverine, sem á íslensku nefnist Jarfi eftir samnefndu dýri, er sem fyrr illskeyttur, drykkfelldur, fámáll og geðstirður. Deadpool er andstæða hans, síblaðrandi og dælir út lélegum fimmaurabröndurum frá upphafi myndar til enda, líkt og í fyrri Deadpool-myndum. Það er því engin furða að Jarfi vilji koma Deadpool fyrir kattarnef, þagga niður í honum í eitt skipti fyrir öll en það er því miður ekki hægt því báðir eru þeir ódrepandi, að því er virðist. Þetta hefur verið og mun alltaf verða galli á ofurhetjusögum því hverju hafa menn að tapa ef þeir eru ódrepandi? En það er önnur saga.

Fjórði veggurinn

...