Íris Þórsdóttir er sjálfboðaliði fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í París og segir upplifun sína af því að vera stödd þar nú alveg einstaka. „Þetta er eiginlega bara ólýsanlegt, það er bara orðið sem ég get notað yfir þetta,“ segir…
Á góðri stundu Íris Þórsdóttir er hér með Hákoni Þór Svavarssyni keppanda í haglabyssuskotfimi og þjálfaranum hans Nikolaos Mavrommatis.
Á góðri stundu Íris Þórsdóttir er hér með Hákoni Þór Svavarssyni keppanda í haglabyssuskotfimi og þjálfaranum hans Nikolaos Mavrommatis. — Ljósmynd/Halldór Axelsson

Sigríður Helga Sverrisdóttir

sigridurh@mbl.is

Íris Þórsdóttir er sjálfboðaliði fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í París og segir upplifun sína af því að vera stödd þar nú alveg einstaka.

„Þetta er eiginlega bara ólýsanlegt, það er bara orðið sem ég get notað yfir þetta,“ segir Íris við blaðamann þegar hún er spurð að því hvernig stemningin sé í París núna.

Hún segist aðallega vera inni í ólympíuþorpinu og það sé eins og að koma inn í aðra veröld, eitthvað sem hún hélt að hún myndi aldrei upplifa.

„Ég sá fyrir mér að upplifa Ólympíuleikana einhvern tímann sem áhorfandi en að labba hérna um ólympíuþorpið og mæta stórstjörnum, það er ólýsanlegt,“ segir Íris en hún sótti um til ÍSÍ

...