Afdrifarík úrslit og eftirmál kosninga í vændum

Forsetakosningar fóru fram í Venesúela í gær og ef allt gengur að óskum ættu úrslitin að vera ljós þegar þessi orð eru lesin.

Þau munu annaðhvort leiða til vatnaskila í stjórn landsins eða framlengja um sex ár stjórn sósíalista, sem Hugo Chávez innleiddi árið 1999 og Nicolás Maduro forseti hefur viðhaldið frá 2013. Afleiðingarnar verða sögulegar fyrir Venesúela og víðar, hvor sem niðurstaðan reynist.

Venesúela var áður helsta efnahagsveldi Suður-Ameríku, býr enn að mestu staðfestu olíuauðlindum heims, en aldarfjórðungur undir óstjórn og ofríki sósíalista hefur flæmt fimmta hvern mann úr landi, meira en sjö milljónir manna.

Á þessum aldarfjórðungi sósíalista hefur efnahagslífið hrunið og lífskjörin í landinu með, ofsaverðbólga fór í 130.000%, lífsnauðsynjar af skornum skammti

...