Álfheiður, Ragnheiður, Steinunn, Eyrún og Ingi Ragnar.

Ingi Ragnar Helgason hæstaréttarlögmaður og forstjóri fæddist í Vestmannaeyjum 29. júlí 1924. Foreldrar hans voru Helgi Guðmundsson sjómaður og verkamaður og Einarína Eyrún Helgadóttir verkakona. Þau Helgi og Eyrún voru bæði af Suðurnesjum, hann frá Þórkötlustöðum í Grindavík en hún frá Kvíavöllum í landi Kirkjubóls á Miðnesi. Ingi var fjórði í röðinni af sex systkinum. Eldri voru Guðmundur, Guðlaug og Sigdór, fædd í Reykjavík, en tvíburarnir Hulda og Fjóla voru yngri og fæddar í Vestmannaeyjum. Fjölskyldan flutti aftur til Reykjavíkur árið 1930 og bjó lengst af á Hverfisgötu 100b. Heimilisfaðirinn lést úr berklum vorið 1937 en Sigdór gekk til vinnu hans við höfnina frá 1934 og varð 17 ára fyrirvinna heimilisins. Sigdór og síðar ókunnur velunnari gerðu Inga kleift að ganga

...