Sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee voru fyrstu íslensku keppendurnir til að stíga á svið á Ólympíuleikunum í París um helgina. Snæfríður gerði vel í að tryggja sér sæti í undanúrslitum í 200 metra skriðsundi í gær er hún…
Undanúrslit Snæfríður Sól Jórunnardóttir fór í undanúrslit á Ólympíuleikum í fyrsta skipti er hún endaði í 15. sæti í 200 metra skriðsundi í París.
Undanúrslit Snæfríður Sól Jórunnardóttir fór í undanúrslit á Ólympíuleikum í fyrsta skipti er hún endaði í 15. sæti í 200 metra skriðsundi í París. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Í París

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee voru fyrstu íslensku keppendurnir til að stíga á svið á Ólympíuleikunum í París um helgina.

Snæfríður gerði vel í að tryggja sér sæti í undanúrslitum í 200 metra skriðsundi í gær er hún synti á 1:58,32 mínútu og var með fimmtánda besta tímann. Snæfríður er að keppa á sínum öðrum leikum og komst í fyrsta skipti í undanúrslit, en hún endaði í 22. sæti í greininni í Tókýó fyrir þremur árum.

Í undanúrslitunum lenti Snæfríður aftur í 15. sæti, komst ekki í úrslit en gat fagnað sínum besta árangri á allra stærsta sviðinu til þessa. Í undanúrslitum synti hún á 1:58,78 mínútu. Var hún nokkuð frá Íslandsmeti sínu sem hún setti

...