Til þess að draga úr misnotkun ríkisvaldsins hafa menn sett sér stjórnarskrá sem löggjafinn verður að lúta og getur ekki farið gegn. Ekki er hægt að breyta stjórnarskránni nema eftir sérstaklega ströngum reglum stjórnarskrárinnar sjálfrar.
Jóhann J. Ólafsson
Jóhann J. Ólafsson

Jóhann J. Ólafsson

Fátt er jafn brýnt í þjóðfélagi okkar, þar sem margir búa við velsæld, og að bæta varanlega hag þeirra nokkurra þúsunda Íslendinga sem í hverjum mánuði berjast við að ná endum saman, og tekst ekki alltaf. Skoðum nokkrar staðreyndir og athugum hvernig úr má bæta.

Ísland er lýðveldi. Landsmenn eru frjálst fólk. Lýðræði merkir að völdin eru í höndum landsmanna sem einstaklinga og borgara sem kjósenda ríkisvaldsins. Kjósendur kjósa löggjafarvaldið á fjögurra ára fresti í kosningum til Alþingis. Valdið er hjá fólkinu sem velur löggjafarvaldið til að fara með fullveldisrétt landsmanna. Allir kjósendur hafa kosningarétt, frá 18 ára aldri.

Ríkisvaldið

Ríkisvald landsmanna skiptist í þrennt, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Forseti Íslands er

...