Karítas Hrundar Pálsdóttir er fyrst Íslendinga til þess að útskrifast með doktorspróf í ritlist. Ritlistarnám hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarin ár og færri komist að en vilja. Í doktorsverkefni sínu beindi Karítas sjónum að stöðu…
Áfangi „Skólinn er mjög virtur og fyrsti háskólinn í Englandi til að bjóða upp á meistaranám í ritlist,“ segir Karítas sem nýlega útskrifaðist sem doktor í ritlist frá University of East Anglia.
Áfangi „Skólinn er mjög virtur og fyrsti háskólinn í Englandi til að bjóða upp á meistaranám í ritlist,“ segir Karítas sem nýlega útskrifaðist sem doktor í ritlist frá University of East Anglia. — Ljósmynd/Aðsend

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Karítas Hrundar Pálsdóttir er fyrst Íslendinga til þess að útskrifast með doktorspróf í ritlist. Ritlistarnám hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarin ár og færri komist að en vilja. Í doktorsverkefni sínu beindi Karítas sjónum að stöðu svokallaðra snúbúa en það eru þeir sem hafa búið erlendis tímabundið og svo snúið aftur til síns heimalands. Hún leggur sitt af mörkum til þess að bókmenntir sem fjalla um upplifun snúbúa verði viðurkenndar og skoðaðar sem sérstök undirgrein í bókmenntum.

Alltaf haft gaman af bókum

Áhugi Karítasar á ritlist kviknaði snemma og ekki að undra að ritlist hafi á endanum orðið ofan á.

„Ég hef alltaf haft gaman af

...