Írski rithöfundurinn Edna O'Brien er látin, 93 ára að aldri. Þessu greinir AFP frá. O'Brien vakti mikla athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, The Country Girls (1960)
Edna O'Brien
Edna O'Brien

Írski rithöfundurinn Edna O'Brien er látin, 93 ára að aldri. Þessu greinir AFP frá. O'Brien vakti mikla athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, The Country Girls (1960). Bókin þótti marka skil í írskum bókmenntum með umfjöllun um kynferðisleg og samfélagsleg málefni sem ekki þótti við hæfi að ræða á sínum tíma.

Frumraunin og næstu tvær bækur hennar að auki, Girl with Green Eyes (1962) og Girls in Their Married Bliss (1964) sem saman mynduðu þríleik um vináttu kvenna, voru bannaðar á Írlandi og gengu sumir svo langt að brenna bækurnar sökum þess að þær ögruðu viðteknum hugmyndum um samfélagið. O'Brien skrifaði yfir 20 skáldsögur á farsælum ferli. Árið 2018 hlaut hún hin virtu PEN/Nabokov-bókmenntaverðlaun og var sérstaklega tiltekið í rökstuðningi að hún hefði brotið

...