Stóra landið og það litla eiga langa sögu

Evrópu“ hefur lengi verið dálítið uppsigað við Donald Trump, af ástæðum sem ekki liggja endilega í augum uppi. Sumir sögðu það helst vera það, að hann rifi sig á fætur í Hvíta húsinu upp úr klukkan fjögur á nóttunni, þegar þeir þar, sem eiga að passa foringjann, hver sem hann er það sinnið og búa einatt langt utan við höfuðborgina, eru rétt að byrja að bursta tennurnar og undirbúa morgunverðinn sinn áður en þeir leggja svo í leiðina í átt til litla snotra hússins við Pennsylvaníu-breiðgötu nr. 1600, sem er, þótt lítið sé, uppfullt af valdi og margvíslegum áhrifum. Embættisliðið þar kunni miklu betur við Joe Biden, sem sofnaði fljótt þegar kvöldaði og vaknaði seint, hvað sem á gekk, klukkan 10 eða síðar og var svo þrjá daga af sjö í Delaware, í húsinu með kjallaranum góða, sem hann var geymdur í, lungann úr kosningabaráttunni við Trump fyrir fjórum árum. En þangað fluttu hann fyrst forsetaþyrlur og svo Air force one og svo 20 bíla lest

...