Útköll Þyrlusveitin var nýkomin til baka þegar annað útkall barst.
Útköll Þyrlusveitin var nýkomin til baka þegar annað útkall barst. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var tvívegis kölluð út í gær.

Fyrra útkallið barst klukkan 14.40 frá Vestfjörðum. Var þyrlan þá kölluð út á mesta forgangi vegna ferðamanns sem lenti í slysi á mótorhjóli. Tveir erlendir ferðamenn voru þar á ferð og fór annar þeirra út af Örlygshafnarvegi skammt frá Breiðuvík, á leiðinni út að Látrabjargi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, gat ekki veitt upplýsingar um ástand hins slasaða þegar eftir því var leitað.

Á sjöunda tímanum barst þyrlusveitinni svo annað útkall. Var hún þá nýlega lent í Reykjavík. Í þetta skiptið var ferðin mun styttri en útkallið var vegna konu sem slasaðist á göngu á Helgafelli í Hafnarfirði.

Konan var ekki alvarlega slösuð en erfiðlega gekk að komast að henni og var talið óráðlegt að bera hana niður.

Ásgeir segir óvanalegt að Gæslan sinni útköllum svo nálægt höfuðborgarsvæðinu. Þar sem þyrlusveitin var nýkomin til baka var talið heppilegast að leysa verkefnið með

...