Eitt það skemmtilegasta við Ólympíuleikana er allar íþróttirnar sem maður sér svo til aldrei í sjónvarpi og hefur jafnvel aldrei heyrt minnst á. Svo eru aðrar sem maður hélt að væru alls ekki íþróttir og í þeim flokki er skrykkdansinn, eða breikdans …
Í fánalitunum Eleanor Harvey frá Kanada.
Í fánalitunum Eleanor Harvey frá Kanada. — AFP/Franck Fife

Helgi Snær Sigurðsson

Eitt það skemmtilegasta við Ólympíuleikana er allar íþróttirnar sem maður sér svo til aldrei í sjónvarpi og hefur jafnvel aldrei heyrt minnst á. Svo eru aðrar sem maður hélt að væru alls ekki íþróttir og í þeim flokki er skrykkdansinn, eða breikdans eins og hann hefur oftast verið nefndur hér á Íslandi. Hefði einhver sagt manni, á tímum Don Cano-galla og sítt-að-aftan-klippingar fyrir um fjórum áratugum, að breikdans yrði ólympíugrein í framtíðinni, hefði maður talið þann sama með lausa skrúfu. En það er nú eitt það skemmtilegasta við Ólympíuleikana, alltaf bætast við nýjar greinar sem gaman er að horfa á, af ólíkum ástæðum.

Svo er það önnur íþrótt sem ofanritaður stundar (og þyrfti líklega einhvers konar lækningu við) en sú er að spá í skrítin nöfn og furðulega búninga. Af

...