Herdís fæddist í Reykjavík 30. júlí 1954, en fluttist ung með foreldrum sínum til Sauðárkróks og bjó þar uns hún fór til Reykjavíkur til náms 16 ára gömul. „Sauðárkrókur var lítið þorp í rauninni þegar ég var krakki en fór að vaxa hratt upp úr …
Gullfoss Herdís er mikið fyrir útivist og dvelur mikið á Móskógum sem þau systkinin eiga, en er hér við Gullfoss.
Gullfoss Herdís er mikið fyrir útivist og dvelur mikið á Móskógum sem þau systkinin eiga, en er hér við Gullfoss.

Herdís fæddist í Reykjavík 30. júlí 1954, en fluttist ung með foreldrum sínum til Sauðárkróks og bjó þar uns hún fór til Reykjavíkur til náms 16 ára gömul. „Sauðárkrókur var lítið þorp í rauninni þegar ég var krakki en fór að vaxa hratt upp úr 1970-80 og atvinnulífið hefur verið sterkt hérna frá því ég flutti hingað aftur eftir nám.“

Herdís hefur alla tíð verið mikil sundkona. „Ég var engin afreksmanneskja en var að keppa hér heima og ég hef alltaf unað mér mjög vel í sundinu. Ég man eftir sundlaug í Litla-Skógi, það var hlaðinn veggur og vatn úr Sauðánni sem rann í þessa laug og þarna lékum við okkur oft krakkarnir.“

Hún dvaldi mikið hjá föðurömmu og -afa sínum á Ysta-Mói í Fljótum. „Ég fór þangað mikið á sumrin, en var kannski aldrei allt sumarið. Það var oft þröngt á þingi því öll börn fjölskyldunnar vildu koma

...