Nicolás Maduro
Nicolás Maduro

Íbúar í Venesúela hafa mótmælt víða í landinu í kjölfar þess að tilkynnt var að sósíalistinn Nicolás Maduro hefði unnið forsetakosningarnar á sunnudag, þvert á það sem útgönguspár og skoðanakannanir bentu til.

Mótmælandinn Mariana Perez sagði við AFP-fréttaveituna að niðurstaðan hefði gert út af við drauma margra ungmenna sem voru vongóð um að bjartari framtíð væri handan við hornið.

Landskjörstjórn, sem er aðeins skipuð flokksmönnum forsetans, heldur því fram að Maduro hafi hlotið 51,2% atkvæða, en frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, 44,2%. Veruska Donado, 34 ára gamall mótmælandi, ræddi við AFP og sagði að nú þyrfti hún að yfirgefa landið. „Harðstjórnin vinnur alltaf og svindl vinnur alltaf.“ » 13