Stuð Leikmenn Alfreðs eru að spila frábærlega.
Stuð Leikmenn Alfreðs eru að spila frábærlega. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Þjóðverjar sigruðu Japani með ellefu mörkum, 37:26, í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París í gær. Var þetta annar sigur lærisveina Alfreðs Gíslasonar en þeir unnu Svía um daginn og eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Renars Uscins skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum fyrir þýska liðið og Juri Knorr bætti við sex mörkum. Þjóðverjar mæta Króatíu í næsta leik en Dagur Sigurðsson er þjálfari króatíska landsliðsins.