Eftir standa tveir þröskuldar, sem eru Dynjandisheiði og Klettsháls.
Guðmundur Karl Jónsson
Guðmundur Karl Jónsson

Guðmundur Karl Jónsson

Á síðasta ári auglýsti Vegagerðin drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60), milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi. Gangi þetta eftir styttist leiðin um Reykhólasveit að öllum líkindum um 27 km. Almenningi var gefinn kostur á að gera athugasemdir við þessa áætlun til 7. ágúst 2015. Fullyrt er að Vegagerðinni hafi borist um 30 athugasemdir. Verið er að skoða þær og í framhaldinu gæti ákvörðun um næstu skref í málinu fljótlega legið fyrir. Núverandi vegur er 41,6 km langur, nýr vegur verður 19,7-21,7 km langur, háð leiðarvali. Til eru áætlanir um að meta umhverfisáhrif þriggja leiða, sem nefndar eru D, H og leið 1.

Um þetta svæði hefur vegagerð verið mikið bitbein síðustu áratugi. Þar togast á samgönguhagsmunir íbúa á Vestfjörðum, eignarréttarsjónarmið landeigenda

...