Við þurfum að leita allra leiða til að styrkja lýðræði á Íslandi og dreifa valdi í samfélaginu. Í nútímastjórnsýslu er aukin áhersla á nálægðarreglu. Hún mælir fyrir um að æðra stjórnvald geti eingöngu aðhafst í þeim atriðum þar sem annað stjórnvald …
Ragnar Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson

Við þurfum að leita allra leiða til að styrkja lýðræði á Íslandi og dreifa valdi í samfélaginu.

Í nútímastjórnsýslu er aukin áhersla á nálægðarreglu. Hún mælir fyrir um að æðra stjórnvald geti eingöngu aðhafst í þeim atriðum þar sem annað stjórnvald getur ekki á fullnægjandi máta náð markmiðum án atbeina stjórnvaldsins. Þessi krafa um nálægð er mikilvæg lýðræði og sveitarfélögunum.

Í fyrsta lagi er aukið vald sveitarfélaga þannig að ákvarðanir eru teknar eins nálægt og kostur gefst.

Í öðru lagi að dreifa valdi á stjórnsýslustig dregur úr mætti miðlægs yfirvalds.

Í þriðja lagi er hvatt til þátttöku borgara í ákvarðanatöku sem ýtir undir tilfinningu fyrir eignarhaldi og ábyrgð íbúa.

Í fjórða lagi hvetur nálægðarreglan til

...

Höfundur: Ragnar Sigurðsson