30 ára Hildigunnur fæddist í Reykjavík 30. júlí 1994 og ólst upp í Grindavík. Eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór hún til Mílanó og lauk BA-prófi í tísku- og markaðsfræði. „Ég var þarna í þrjú ár og ég mæli með fyrir alla að stíga…

30 ára Hildigunnur fæddist í Reykjavík 30. júlí 1994 og ólst upp í Grindavík. Eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór hún til Mílanó og lauk BA-prófi í tísku- og markaðsfræði. „Ég var þarna í þrjú ár og ég mæli með fyrir alla að stíga út fyrir þægindarammann og prófa að búa erlendis.“ Hún vann sem útstillingahönnuður hjá H&M eftir námið,en nú vinnur hún hjá Mariott hótelinu í Keflavik sem sölu- og markaðssérfræðingur.

Hildigunnur er ein þeirra ungu Grindvíkinga sem þurftu að flýja bæjarfélagið vegna eldgosa. „Ég ólst upp í bænum og Grindavík er dýrmætt samfélag,“ en hún keypti sér íbúð í Grindavík 2022.

„En ég trúi því að samfélagið muni koma sterkt til baka og það muni verða hægt að búa aftur í Grindavík. Við verðum bara að ganga í gegnum þetta erfiða tímabil og bíða eftir betri tíð.“