Ingólfur Ómar sendi mér póst og sagði: Heill og sæll Halldór, ég skrapp austur fyrir fjall um helgina í bústað og það rigndi allan tímann nema á sunnudeginum, þá stytti upp. Ég gerði fyrripart og breytti seinnipartinum sem er skopstæling.

Regnið grætur úti enn
yfir hvelfist gríma.
Það er eins og milljón menn
mígi á sama tíma.

Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði:

Afrekslimra

Þó sögurnar sjaldan menn kaupi
þá samt er í lagi að ég raupi
og segi frá því
að ég sigraði í
óvæntu haust Skálmarhlaupi.

Magnús Halldórsson skrifar: Elstu viðir í gamla bænum á Keldum eru frá elleftu öld, íbúðarhæft mun enn

...