Jasmín Erla Ingadóttir sóknarmiðjumaður Vals var besti leikmaðurinn í 14. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Jasmín átti mjög góðan leik síðasta miðvikudagskvöld þegar Valskonur sigruðu Tindastól, 4:1, á Sauðárkróki en þar skoraði hún fyrstu tvö mörk Íslandsmeistaranna.

Hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína en hún er þriðja efst af leikmönnum Vals í M-gjöfinni á tímabilinu, á eftir Katie Cousins og Amöndu Andradóttur.

Jasmín er 25 ára gömul en hún kom til Vals fyrir þetta tímabil eftir að hafa leikið með Stjörnunni í fimm ár og þar varð hún markadrottning deildarinnar árið 2022 með 11 mörk. Áður lék hún með FH og Fylki, og með Fjölni í yngri flokkunum, og hefur nú samtals skorað 39 mörk í 144 leikjum í efstu deild.

...