Það getur verið skrautlegt að fjalla um Ólympíuleika í stórborg á borð við París. Undanfarnir dagar hafa verið þeir fyrstu hjá ofanrituðum í frönsku höfuðborginni og þeir hafa verið heldur skrautlegir

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Það getur verið skrautlegt að fjalla um Ólympíuleika í stórborg á borð við París. Undanfarnir dagar hafa verið þeir fyrstu hjá ofanrituðum í frönsku höfuðborginni og þeir hafa verið heldur skrautlegir.

Langir vinnudagar, margir gríðarlega spennandi íþróttaviðburðir, löng og ströng ferðalög og fjör.

Að komast úr sundhöllinni og í handboltahöllina tekur til dæmis að minnsta kosti klukkutíma og svo eru reglulegar heimsóknir í ólympíuþorpið að heimsækja okkar magnaða íþróttafólk.

Það er mikil upplifun að fá að sjá þorpið þar sem besta íþróttafólk heims býr saman meðan á leikunum stendur. Stærstu þjóðirnar fá heilu blokkirnar fyrir sig og merkja þær vel með fánalitum

...