Norðurljós Athuganir á norðurljósum eru meðal verkefnanna.
Norðurljós Athuganir á norðurljósum eru meðal verkefnanna. — Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

Byggðastofnun hefur krafist nauðungarsölu á jörðinni Kárhóli í Reykjadal í Þingeyjarsveit ásamt húsbyggingu sem á jörðinni er, en hvort tveggja er í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Aurora Observatory.

Lán að fjárhæð 120 milljónir króna sem tekið var til að fjármagna húsbyggingu á jörðinni er í vanskilum og stendur nú í tæplega 180 milljónum.

Húsið sem um ræðir var ætlað til að hýsa kínversk-íslenska rannsóknarmiðstöð um norðurljós.

Fyrsta fyrirtaka í málinu verður 23. ágúst nk. skv. upplýsingum frá Byggðastofnun.

Í samtali við Morgunblaðið segir

...