Sæþór Már Hinriksson

saethor@mbl.is

Skipulagsstofnun hefur nú lagt fram álit sitt á umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar um hringveginn í Mýrdal, þar sem mismunandi valkostir um legu vegarins hafa verið metnir. Að mati Vegagerðarinnar uppfylla valkostir 4 og 4b best markmið framkvæmdarinnar, en Skipulagsstofnun telur valkost 5 heppilegastan. Þetta val á milli valkosta snertir meðal annars umferðaröryggi, áhrif á byggð og umhverfisáhrif.

Vegagerðin vill valkosti 4 eða 4b

Vegagerðin hefur lagt til valkost 4 eða 4b þar sem þessir valkostir uppfylla markmið framkvæmdarinnar best, eru hagkvæmir og hafa minni umhverfisáhrif en valkostir 1 til 3. Í þessum valkostum færist hringvegurinn norður fyrir Vík í Mýrdal, í stað þess að liggja í gegnum þéttbýlið eins og hann gerir núna.

...