Það ber ekki á fréttaleysi þótt þingið sé í leyfi. Það er margt tínt til í fréttum, eins og að samruni sláturhúsa fyrir norðan, sem margir eru að gagnrýna, sé fyrir löngu um garð genginn fyrir sunnan, að sögn SS. Er þá landið ekki lengur eitt markaðssvæði og borga þá neytendur ekki sama verð fyrir ketið norðan og sunnan heiða?

Annað stórmál er líka á döfinni, en það er að sveitarfélögum verði ekki lengur skylt að borga hluta kostnaðar við byggingu hjúkrunarheimila. Þetta á að flýta téðri uppbyggingu og er víst ný tegund hagfræði.

Að vísu er slæm reynsla af sameiginlegum verkefnum ríkis og bæja, en það má víst frekar rekja til sálræns hernaðar og togstreitu en ókosta samtakamáttar.

Óska má þessari tilraun alls góðs, nóg er af varasömum fréttum samt og það seinast að útfjólublá geislun frá

...