Núverandi skólakerfi er úr sér gengið eins og það er. Við þurfum nýja hugsun, nýtt vinnulag.
Elinóra Inga Sigurðardóttir
Elinóra Inga Sigurðardóttir

Elinóra Inga Sigurðardóttir

Árið 2010 tók ég þátt í þjóðfundi um sóknarfæri í menntun og nýsköpun sem var kallað Sóknaráætlun 20/20. Þar lagði ég fram ýmsar tillögur og þar á meðal hugmynd að svokölluðum „aksjón-skóla“.

Ég hafði lengi gengið með þessa hugmynd í kollinum. Kveikjan að henni var óánægja yngsta sonar míns í skóla.

Ég vil meina það að skólakerfið sé úr sér gengið eins og það er. Ef við skoðum upphaf núverandi skólaumhverfis má rekja það aftur til iðnbyltingarinnar. Verksmiðjurnar þurftu vinnuafl og þá þurfti stað fyrir börnin og kennslu þeirra, á meðan foreldrarnir unnu.

Aksjón-skólinn minn er þannig:

Engin skólaskylda, en fræðsluskylda. Allir læra að lesa, skrifa og nota

...