Vonandi erum við fæst að hugsa um skatta alla daga. Það breytir því þó ekki að flest greiðum við einhverja skatta á hverjum degi og fæstir hafa tækifæri til að koma sér hjá því. Benjamin Franklin, einn af stofnendum Bandaríkjanna, hafði sjálfsagt…
Eamonn Butler hélt erindi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins 2018.
Eamonn Butler hélt erindi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins 2018. — Ljósmynd/SA/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Vonandi erum við fæst að hugsa um skatta alla daga. Það breytir því þó ekki að flest greiðum við einhverja skatta á hverjum degi og fæstir hafa tækifæri til að koma sér hjá því. Benjamin Franklin, einn af stofnendum Bandaríkjanna, hafði sjálfsagt rétt fyrir sér þegar hann skrifaði í bréfi til vinar síns að ekkert væri varanlegt í heiminum nema dauðinn og skattar. Það er þó sá munur á að skattar eru mannanna verk – og eru eftir því misjafnir og misgóðir eða -slæmir, rétt eins og mennirnir.

Skattar hafa fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Ólíkt öðrum framförum mannkynsins hafa skattarnir þó ekki orðið betri eða hagkvæmari með árunum. Við vitum að Forn-Grikkir, Rómverjar og Egyptar innheimtu skatt af þegnum sínum til að standa straum af hernaði og annarri uppbyggingu sem þá mátti teljast sem hið opinbera, en í flestum tilvikum var um að ræða eignarskatta. Neyslu- og vöruskattar komu síðar en það var ekki fyrr en

...