Southport Fjöldi fólks hefur lagt blóm við staðinn þar sem árásin var gerð, en mikil sorg ríkir í Bretlandi vegna málsins.
Southport Fjöldi fólks hefur lagt blóm við staðinn þar sem árásin var gerð, en mikil sorg ríkir í Bretlandi vegna málsins. — AFP/Justine Gerardy

Þjóðarsorg ríkir nú í Bretlandi eftir grimmilega hnífsstunguárás í Southport á Norður-Englandi á mánudaginn, en staðfest var í gærmorgun að þrjú börn væru látin eftir árásina. Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu eftir hana og er hann enn í haldi lögreglunnar.

Árásin átti sér stað á dansnámskeiði fyrir börn, þar sem dansað var við lög bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift, en auk þeirra þriggja sem dóu særðust fimm börn og tveir fullorðnir alvarlega, og þrjú börn til viðbótar fengu minniháttar sár.

Keir Starmer forsætisráðherra heimsótti Stockport í gær og lagði þar blóm til minningar um fórnarlömb árásarinnar, en fjöldi annarra hefur lagt leið sína að dansstúdíóinu þar sem árásin átti sér stað og lagt þar blóm og sveiga. Starmer þakkaði þar viðbragðsaðilum og sagðist ekki geta ímyndað sér sem faðir þá sorg sem aðstandendur

...