Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í höfuðborg Úsbekistan, Tashkent. Aserski stórmeistarinn Aydin Suleymanli (2.626) hafði hvítt gegn kollega sínum Maxim Matlakov (2.657) sem teflir undir fána FIDE
Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í höfuðborg Úsbekistan, Tashkent. Aserski stórmeistarinn Aydin Suleymanli (2.626) hafði hvítt gegn kollega sínum Maxim Matlakov (2.657) sem teflir undir fána FIDE. 55. Ha3! og svartur gafst upp enda taflið tapað bæði eftir 55. … Ke7 56. Hxe3+ Bxe3 57. Kxg7 Kd6 58. h6 og 55. … e2 56. Ha8+ Ke7 57. Ha1 Bd2 58. Kxg7. Næstu daga og vikur munu margir íslenskir skákmenn taka þátt í alþjóðlegum mótum á erlendri grundu, meðal annars mun stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.500) hefja þátttöku á opnu alþjóðlegu móti í Porto í Portúgal í dag. Síðar í vikunni hefjast mót sem alþjóðlegi meistarinn Aleksandr Domalchuk-Jonasson og stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson taka þátt í, sjá nánari upplýsingar um þessi mót og fleiri til á skak.is.