Viðgerðir á hringveginum austan við ána Skálm munu taka nokkrar vikur að sögn Vegagerðarinnar. Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli rauf veginn í sundur við brúna yfir Skálm á laugardag en betur fór en á horfðist og brúin slapp
— Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

<autotextwrap>

Viðgerðir á hringveginum austan við ána Skálm munu taka nokkrar vikur að sögn Vegagerðarinnar. Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli rauf veginn í sundur við brúna yfir Skálm á laugardag en betur fór en á horfðist og brúin slapp.

Opnað var fyrir umferð á ný síðdegis á sunnudag og er vegurinn einbreiður og er umferð stýrt um hann.

Undanfarna daga hefur verið unnið að viðgerðunum og mun sú vinna halda áfram þar til vegurinn er kominn í gott stand.

Vegurinn skemmdist mikið að sunnanverðu, sem krefst mikilla efnisflutninga til að fylla í skemmdirnar. Að því loknu

...