Noregur Selma Sól Magnúsdóttir snýr aftur til Rosenborg.
Noregur Selma Sól Magnúsdóttir snýr aftur til Rosenborg. — Morgunblaðið/Eggert

Selma Sól Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er komin aftur til Rosenborg í Noregi eftir rúmlega hálfs árs fjarveru en hún lék með liðinu 2022 og 2023 og skoraði þá sjö mörk í 50 leikjum í úrvalsdeildinni. Selma lék með Nürnberg í efstu deild Þýskalands frá áramótum til vors. Hún hefur nú samið á ný við Rosenborg um að leika þar til loka tímabilsins 2026. Liðið er í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir 15 umferðir af 27 á tímabilinu.