Verksmiðja Jón Ólafsson í Ölfusi.
Verksmiðja Jón Ólafsson í Ölfusi. — Morgunblaðið/Eyþór

„Við munum innan tíðar framleiða 100 milljónir eininga á ári,“ segir Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial, um áform fyrirtækisins eftir að erlendir fjárfestar lögðu því til fé.

„Við ætlum að fimmfalda framleiðsluna og stækka verksmiðjuna,“ segir Jón. Meðal annars anni vatnsverksmiðjan í Ölfusi ekki eftirspurn eftir Icelandic Glacial-vatni í gleri.

„Fínni veitingastaðir og hótel eru m.a. farin að sækja mikið í glerið en sum hótelin eru að fara úr plasti og yfir í gler og dósir. Við önnum hins vegar ekki eftirspurn fyrir þessa aðila þannig að við erum ekki farin að bjóða það til sölu í [gleri í] verslunum,“ segir Jón. Rætt er við hann í ViðskiptaMogganum í dag.