Flutningur Bjarkar á laginu „Oceania“ við opnunarhátíð Sumarólympíuleikanna í Aþenu 2004 er að mati tónlistartímaritsins Rolling Stone tilkomumesti tónlistarflutningurinn í sögu Ólympíuleikanna
Haf Björk á opnunarhátíð Sumarólympíuleikanna í Aþenu 2004.
Haf Björk á opnunarhátíð Sumarólympíuleikanna í Aþenu 2004.

Flutningur Bjarkar á laginu „Oceania“ við opnunarhátíð Sumarólympíuleikanna í Aþenu 2004 er að mati tónlistartímaritsins Rolling Stone tilkomumesti tónlistarflutningurinn í sögu Ólympíuleikanna. Tímaritið tók saman 15 flottustu tónlistaratriðin og meðal þeirra sem lenda á listanum eru flutningur Stevies Wonder á „Imagine“ í Atlanta 1996; flutningur Pauls McCartney á „Hey Jude“ í London 2012; flutningur Kylie Minogue á „Dancing Queen“ í Sydney 2000; flutningur Kiss á „Rock and Roll All Nite“ í Salt Lake City 2002 og framkoma Lucianos Pavarotti í Tórínó 2006.

Að mati blaðamanna Rolling Stone var flutningur Bjarkar listaverk í sjálfu sér. Hún hafi birst í kristalskreyttum kjól sem saumaður var úr rúmlega þrjú þúsund metra löngu efni, sem bylgjaðist yfir íþróttafólkið á leikvanginum meðan hún

...