„Á vaktinni vel ég mér oftast að vera í hlutverki þjónsins. Með því fæ ég besta tilfinningu fyrir því hvað viðskiptavinir vilja og hvernig þeim líkar maturinn og annað sem í boði er. Að þekkja óskir fólksins skiptir miklu máli,“ segir Tómas Þóroddsson veitingamaður á Selfossi
Veitingamaður Í flóru matsölustaða endurspeglast líka í raun hvað atvinnulíf og menning á Selfossi hefur breyst, segir Tómas hér í viðtalinu.
Veitingamaður Í flóru matsölustaða endurspeglast líka í raun hvað atvinnulíf og menning á Selfossi hefur breyst, segir Tómas hér í viðtalinu.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Á vaktinni vel ég mér oftast að vera í hlutverki þjónsins. Með því fæ ég besta tilfinningu fyrir því hvað viðskiptavinir vilja og hvernig þeim líkar maturinn og annað sem í boði er. Að þekkja óskir fólksins skiptir miklu máli,“ segir Tómas Þóroddsson veitingamaður á Selfossi. Hann stendur að rekstri alls fimm veitinga- og matsölustaða þar í bæ, sem er svipaður fjöldi og veitingahúsin í bænum voru þegar Tómas sjálfur hóf matreiðslunám fyrir 35 árum.

Kjúklingur á hátíðum

„Ég byrjaði í matreiðslunámi 1. mars 1989; á hinum sögulega bjórdegi. Var þá á grillstað, þar sem í boði voru hamborgarar, djúpsteiktur fiskur og grillaður kjúklingur, sem á þessum tíma var hátíðarmatur. Fjölbreytnin jókst síðar,“ segir Tómas sem á sínum

...