Það vakti furðu stjórnmálaskýrenda að sósíalistastjórnin í Venesúela virtist á tímabili ætla að leyfa tiltölulega eðlilegum, sanngjörnum og lýðræðislegum forsetakosningum að fara fram í landinu. Ráðamenn í Caracas eru nefnilega upp til hópa hyski og …
Mótmælandi traðkar á kosningaplakati Maduros. Það ætti að skýrast á næstu dögum og vikum hvort sósíalistaflokkurinn og herinn ná að halda snauðum og langþreyttum íbúum Venesúela áfram í gíslingu.
Mótmælandi traðkar á kosningaplakati Maduros. Það ætti að skýrast á næstu dögum og vikum hvort sósíalistaflokkurinn og herinn ná að halda snauðum og langþreyttum íbúum Venesúela áfram í gíslingu. — AFP/Raul Arboleda

Það vakti furðu stjórnmálaskýrenda að sósíalistastjórnin í Venesúela virtist á tímabili ætla að leyfa tiltölulega eðlilegum, sanngjörnum og lýðræðislegum forsetakosningum að fara fram í landinu. Ráðamenn í Caracas eru nefnilega upp til hópa hyski og glæpamenn og þegar þannig fólk kemst á annað borð til valda sleppir það ekki tökunum svo glatt. Þau vita að þegar grimmum og spilltum harðstjórum er velt af stalli bíður þeirra yfirleitt fyllilega verðskulduð vist á bak við lás og slá og jafnvel stefnumót við aftökusveit.

Orðrómur var á kreiki um að samkomulag hefði verið gert á bak við tjöldin um að veita Nicolás Maduro og öllum vinum hans friðhelgi, og jafnvel leyfa þeim að lifa í vellystingum einhvers staðar langt í burtu.

Kveikjan að orðrómnum var kannski að í október í fyrra náðist samkomulag, með milligöngu norskra stjórnvalda

...