Nóg er um að vera um land allt um komandi verslunarmannahelgi líkt og fyrri ár. Innipúkinn verður á sínum stað í Reykjavík þar sem má finna fata- og myndlistarmarkað og mun tónlistarfólk á borð við Pál Óskar og Unu Torfa koma fram og skemmta þeim…
Útihátíð Hátíðin Ein með öllu á Akureyri verður haldin um verslunarmannahelgina með stútfullri dagskrá.
Útihátíð Hátíðin Ein með öllu á Akureyri verður haldin um verslunarmannahelgina með stútfullri dagskrá. — Morgunblaðið/Þorgeir

Drífa Lýðsdóttir

drifa@mbl.is

Nóg er um að vera um land allt um komandi verslunarmannahelgi líkt og fyrri ár. Innipúkinn verður á sínum stað í Reykjavík þar sem má finna fata- og myndlistarmarkað og mun tónlistarfólk á borð við Pál Óskar og Unu Torfa koma fram og skemmta þeim sem kjósa að halda sig innan Reykjavíkur um verslunarmannahelgina.

Neistaflug í Neskaupstað heldur sínu striki og þar verður stíf dagskrá fyrir alla fjölskylduna á borð við kassabílarallí, sundlaugarpartí og tónleika svo eitthvað sé nefnt.

Mikið verður um að vera á Flúðum líkt og áður, Norðanpaunk fer fram á Laugarbakka í Vestur-Húnavatnssýslu, Síldarævintýri á Siglufirði, Berjadagar verða haldnir í Ólafsfirði og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, svo að dæmi séu nefnd.

Breytilegt veður en

...