Sópransöngkonan Harpa Ósk Björnsdóttir byrjaði snemma í kór og hefur sungið nánast alla sína ævi. Hún lauk nýverið meistaranámi við Bæversku leiklistarakademíuna August Everding og Tónlistarháskólann í München og hefur þegar hlotið ráðningu sem einn söngvara OperAvenir í óperuhúsinu í Basel
Óperusöngur „Draumurinn er alltaf að koma til Íslands og syngja þar,“ segir Harpa Ósk.
Óperusöngur „Draumurinn er alltaf að koma til Íslands og syngja þar,“ segir Harpa Ósk. — Ljósmynd/Alvaro Zambrano

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

Sópransöngkonan Harpa Ósk Björnsdóttir byrjaði snemma í kór og hefur sungið nánast alla sína ævi. Hún lauk nýverið meistaranámi við Bæversku leiklistarakademíuna August Everding og Tónlistarháskólann í München og hefur þegar hlotið ráðningu sem einn söngvara OperAvenir í óperuhúsinu í Basel. Morgunblaðið sló á þráðinn til Hörpu Óskar og ræddi við hana um tónlistina, lífið og óperuheiminn.

„Ég hef alltaf verið í kór, fyrst hjá mömmu [Heiðrúnu Hákonardóttur] í kór Snælandsskóla og svo í kórum Langholtskirkju. Mér var síðan hálfpartinn ýtt út í söngtíma þegar ég var unglingur og ég man hvað mér fannst frábært að æfa eitthvað sem var svona þægilegt í samanburði við píanónámið sem ég var í samtímis. Ég naut þess mjög að mæta bara í tíma og æfa mig eins og mig lysti. Það

...