Nýju fjárfestarnir deila þeirri sýn minni að Icelandic Glacial verði eftirsóttasta hágæðavatnið í heiminum.
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial, við verksmiðjuna í Ölfusi.
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial, við verksmiðjuna í Ölfusi. — Morgunblaðið/Eyþór

Það er úrhelli þegar ViðskiptaMogginn rennir í hlað hjá Icelandic Glacial á Hlíðarenda í Ölfusi.

Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial og stjórnarmaður hjá fyrirtækinu, tekur á móti gestum og sýnir þeim framleiðslusalinn ásamt Daniel Gorman verksmiðjustjóra. Jón hefur orðið og lætur sig ekki muna um að vippa sér upp á eina stæðuna, með aðstoð lyftara, og ekki að sjá að hann verði sjötugur í byrjun ágúst.

„Við munum innan tíðar framleiða 100 milljónir eininga á ári – plast, dósir og gler – og ef það tekst að spara eitt sent á hverja flösku mun það auka framlegðina um eina milljón dala á ári. Þetta snýst því mikið um magn og að ná meiri framlegð út úr því sem við erum að gera. Aðhald í innkaupum er því mjög mikilvægt,“ segir Jón og útskýrir hvað er fram undan.

...