Breiðablik lauk í gær keppni í Sambandsdeild karla í fótbolta, fjórum og hálfum mánuði fyrr en liðið gerði á síðasta ári þegar það komst alla leið í riðlakeppnina. Drita vann seinni leik liðanna í Podujevo í Kósovó í gær, 1:0, og einvígið þar með 3:1 samanlagt
Sambandsdeild Kristinn Steindórsson í baráttu við Veton Tusha í fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli. Drita vann einvígið 3:1 samanlagt.
Sambandsdeild Kristinn Steindórsson í baráttu við Veton Tusha í fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli. Drita vann einvígið 3:1 samanlagt. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Breiðablik

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Breiðablik lauk í gær keppni í Sambandsdeild karla í fótbolta, fjórum og hálfum mánuði fyrr en liðið gerði á síðasta ári þegar það komst alla leið í riðlakeppnina.

Drita vann seinni leik liðanna í Podujevo í Kósovó í gær, 1:0, og einvígið þar með 3:1 samanlagt.

Kósovóbúarnir mæta þar með annaðhvort Auda frá Lettlandi eða Cliftonville frá Norður-Írlandi í þriðju umferðinni og eiga því góða möguleika á að fara alla leið í úrslitaumferðina þar sem leikið verður um sæti í riðlakeppninni.

Kastriot Selmani skoraði sigurmark Drita með glæsilegu skoti á 66. mínútu í gær og þar með var róður Blika orðinn þungur. Þeir

...