Þrátt fyrir að hafa orðið var við samdrátt í ferðaþjónustunni annars staðar en á hálendi landsins hefur Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands, séð stöðuga og góða traffík á hálendinu í sumar
Hálendið Stórbrotið sjónarspil þegar gengið er yfir Fimmvörðuháls.
Hálendið Stórbrotið sjónarspil þegar gengið er yfir Fimmvörðuháls. — Morgunblaðið/Kristinn

Sæþór Már Hinriksson

saethor@mbl.is

Þrátt fyrir að hafa orðið var við samdrátt í ferðaþjónustunni annars staðar en á hálendi landsins hefur Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands, séð stöðuga og góða traffík á hálendinu í sumar. „Það hefur verið mikil og góð göngutraffík á Laugaveginum og líka mjög mikil uppi á Kili,“ segir Stefán. Hann bætir við að þrátt fyrir kulda, rigningu og mikinn vind hafi sumarið verið mjög gott heilt yfir.

Meirihluti ferðalanganna er útlendingar, þó einstaka Íslendingar séu einnig á ferli. Stefán bendir á að langflestir séu vel búnir og undirbúnir fyrir göngurnar, en þó komi fyrir að fólk mæti í gallabuxum, án húfu og vettlinga. Hann nefnir að slíkir ferðalangar stoppi oft í næsta skála til að kaupa nauðsynlegan útbúnað áður en þeir

...