Að minnsta kosti fjórir mótmælendur létust og 44 til viðbótar særðust eftir að lögreglan í Venesúela bældi niður fjölmenn mótmæli sem brutust út víða um landið í fyrrakvöld. Skutu öryggissveitir táragasi og gúmmíkúlum á mannfjöldann í höfuðborginni…
Caracas Mótmælendur fjölmenntu í höfuðborginni í fyrrakvöld eftir að kjörstjórn tilkynnti um niðurstöðuna, sem var þvert á útgönguspár.
Caracas Mótmælendur fjölmenntu í höfuðborginni í fyrrakvöld eftir að kjörstjórn tilkynnti um niðurstöðuna, sem var þvert á útgönguspár. — AFP/Yuri Cortez

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Að minnsta kosti fjórir mótmælendur létust og 44 til viðbótar særðust eftir að lögreglan í Venesúela bældi niður fjölmenn mótmæli sem brutust út víða um landið í fyrrakvöld. Skutu öryggissveitir táragasi og gúmmíkúlum á mannfjöldann í höfuðborginni Caracas til þess að leysa mótmælin upp, en þar höfðu nokkur þúsund manns safnast saman og hrópað slagorð gegn stjórnvöldum.

Tilefni mótmælanna var yfirlýsing kjörstjórnar á mánudaginn um að Nicolás Maduro, forseti landsins, hefði unnið forsetakosningarnar um helgina, þrátt fyrir að stjórnarandstaðan teldi sig geta sannað það að frambjóðandi hennar hefði borið sigur úr býtum.

Meðal annars voru tvær styttur af Hugo Chávez, fyrirrennara Maduros, rifnar niður af mótmælendum. Þá bárust fregnir af því

...