Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku, segir að vakning hafi átt sér stað með rafmyntir.
Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku, segir að vakning hafi átt sér stað með rafmyntir.

Umræðan um rafmyntir hefur tekið stakkaskiptum og orðið mun jákvæðari undanfarið.

Þetta segir Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets. Mikil gróska hefur verið í geiranum að undanförnu og mikil framþróun átt sér stað.

Fyrr á þessu ári fengu stærstu eignastýringarfyrirtæki í heimi heimild til að koma á fót bitcoin-kauphallarsjóði. Viðtökurnar létu ekki á sér standa en bitcoin-kauphallarsjóðurinn sem BlackRock kom á laggirnar safnaði 10 milljörðum dollurum hraðar en nokkur kauphallarsjóður hefur gert í sögunni.

„Það tók aðeins sjö vikur, sem er mikið afrek. Það hefur margt gerst í rafmyntageiranum á undanförnu ári og við hjá Visku Digital Assets gætum ekki verið sáttari með þrónina. Umræðan hefur einnig orðið mun jákvæðari, þá einkum á hinu póitíska sviði í Bandaríkjunum. Til

...