Reikningsvilla út af torfþaki kostar tugi milljóna

Verktakar kvarta iðulega undan sligandi eftirliti og regluverki, sem keyri upp kostnað og verði til þess að framkvæmdir dragist á langinn. Þessi gagnrýni á fullan rétt á sér, þótt vitaskuld verði að vera eftirlit með framkvæmdum.

Þrátt fyrir allt þetta regluverk og eftirlit er mannvirkjum þó iðulega ábótavant. Nýjasta dæmið er leikskólinn Brákarborg, sem leysti af hólmi verslun með tæki ástarlífsins í austurbæ Reykjavíkur. Einn og hálfur milljarður króna var lagður í leikskólann sem er með torf á þaki og hefur hlotið verðlaun. Við hönnunina skoluðust útreikningar á þunganum af torfinu eitthvað til og húsið er allt skakkt og skælt. Börnunum þarf að koma fyrir annars staðar og mat á kostnaði við viðgerðir er ekki nákvæmara en svo að hann muni hlaupa á tugum milljóna króna.

Þegar ráðist var í þessar framkvæmdir varaði minnihlutinn við því

...