Barátta Georg Bjarnason úr Aftureldingu og Einar Ingvarsson úr Grindavík.
Barátta Georg Bjarnason úr Aftureldingu og Einar Ingvarsson úr Grindavík. — Morgunblaðið/Hákon

Afturelding er komin í sjötta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Grindavík, 3:0, í Safamýrinni í Reykjavík í gærkvöld. Afturelding er nú með 20 stig í sjötta sæti en Grindavík er í níunda sæti með 17 stig.

Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur varði vítaspyrnu frá Elmari Kára Cogic á 69. mínútu. Elmar skoraði hins vegar átta mínútum síðar og þeir Sævar Atli Hugason og Andri Freyr Jónasson bættu við mörkum undir lokin.

Leiknir úr Reykjavík lagði Gróttu að velli, 3:1, í sannkölluðum fallslag en liðin höfðu með þessu sætaskipti í tíunda og ellefta sæti deildarinnar.

Omar Sowe var í aðalhlutverki hjá Leiknismönnum því hann skoraði öll þrjú mörkin á 30 mínútna kafla í síðari hálfleiknum. Rasmus Christiansen skoraði mark Gróttu og

...