Safa Jemai frumkvöðull flutti til Íslands frá Túnis fyrir sex árum.
Safa Jemai frumkvöðull flutti til Íslands frá Túnis fyrir sex árum. — Morgunblaðið/María

Það er mikilvægt að nýsköpunarfyrirtæki passi upp á að rekstrarkostnaðurinn fari ekki fram úr hófi og ráði rétta fólkið. Þetta segir Safa Jemai frumkvöðull í nýjum þætti Dagmála, sem sýndur er á mbl.is í dag.

Safa fluttist hingað til lands frá Túnis fyrir sex árum. Hún er hugbúnaðarverkfræðingur að mennt og hefur komið að stofnun þó nokkurra fyrirtækja hér á landi. Um þessar mundir rekur Safa tvö fyrirtæki, Víkonnekt og Mabrúka, en hún vann nýsköpunarhraðalinn Gulleggið um árið.

Víkonnekt er hugbúnaðarfyrirtæki sem aðstoðar fyrirtæki að hanna og þróa hugbúnaðarlausnir, en Mabrúka er fyrirtæki sem hún stofnaði með móður sinni sem er búsett í Túnis. Móðir hennar framleiðir kryddblöndur með náttúrulegum hráefnum beint frá býli. Safa flytur þau til Íslands og selur.

Safa segir að hún sé með

...